Persónuverndarstefna og vafrakökur
1. Inngangur
Sólvík leggur áherslu á persónuvernd og öryggi viðskiptavina. Þessi stefna útskýrir hvernig við söfnum, notum og geymum persónuupplýsingar í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018 og reglugerð ESB 2016/679 (GDPR).
2. Söfnun persónuupplýsinga
Við söfnum aðeins þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að vinna úr pöntunum og bæta þjónustu okkar. Þetta getur falið í sér:
-
Nafn, heimilisfang og netfang
-
Símanúmer
-
Greiðsluupplýsingar (með öruggum greiðslugáttum – við geymum ekki kortanúmer)
-
Kaupsaga og samskipti við þjónustuver
3. Notkun persónuupplýsinga
Við notum persónuupplýsingar til:
-
Að afgreiða pantanir
-
Að hafa samband vegna pantana og þjónustu
-
Að bæta vefsíðu og notendaupplifun
-
Að senda upplýsingar eða tilboð ef viðskiptavinur hefur samþykkt slíkt
Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila nema það sé nauðsynlegt vegna afhendingar eða greiðslu (t.d. flutningsaðilar eða greiðslugáttir).
4. Vafrakökur (Cookies)
Sólvík notar vafrakökur til að bæta upplifun á vefnum. Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun þeirra. Vafrakökur eru notaðar til að:
-
Geyma stillingar og óskir
-
Greina notkun á vefnum (t.d. með Google Analytics)
-
Einfalda notkun á netversluninni
Þú getur stillt vafrann þinn til að hafna vafrakökum eða fá viðvörun þegar þær eru notaðar. Athugaðu þó að sum svæði vefsins gætu þá virkað ekki eins og ætlað er.
5. Varðveisla gagna
Við geymum gögn eins lengi og þörf er á vegna þjónustu og laga. Þú átt rétt á aðgangi að þínum upplýsingum, að fá þær leiðréttar eða eyddar með því að hafa samband við okkur.
6. Samskiptaupplýsingar
Hafir þú spurningar um persónuvernd eða vafrakökur geturðu haft samband við okkur á:
Netfang: solvikisland@gmail.com
Sími: 8572164